Hóffífill (Tussilago farfara). © Erling Ólafsson
Fréttir

Jarðminjaskráning á Hrafnaþingi

14.3.2016

Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Jarðminjaskráning“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 16. mars kl. 15:15.

Móbergshryggir við Langisjó

Móbergshryggir og stórbrotið landslag við Langasjó. Ljósm. Lovísa Ásbjörnsdóttir.

Í erindinu verður fjallað um jarðminjaskráningu í Evrópu þar sem sérstaklega verður farið yfir aðferðafræðina á bak við skráningu jarðminja í Bretlandi, Frakklandi og Noregi. Í framhaldi af því verður fjallað um skráningu jarðminja hér á landi.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!


Vinsamlega athugið Náttúrufræðistofnun Íslands er grænn vinnustaður og beinir þeim tilmælum til allra sem hafa tök á að samnýta ferðir og nota vistvænan ferðamáta.


Senda grein