Róðafífill (Pilosella aurantiaca). © Erling Ólafsson

Fréttir

Viðurkenning Náttúrufræðistofnunar Íslands fyrir fjögur græn skref

Fjögur græn skref - 14.3.2016

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur staðist úttekt á fyrstu fjórum af fimm Grænum skrefum í ríkisrekstri og hlaut síðastliðinn föstudag viðurkenningu þess efnis. Markmið með grænum skrefum er að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti, einkum skrifstofurekstur, og hafa þannig jákvæð áhrif á umhverfið, bæta starfsumhverfi starfsmanna og draga úr rekstrarkostnaði.

Lesa meira
Móbergshryggir við Langisjó

Jarðminjaskráning á Hrafnaþingi - 14.3.2016

Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Jarðminjaskráning“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 16. mars kl. 15:15.

Lesa meira
Kristinn J Albertsson

Kristinn J. Albertsson jarðfræðingur látinn - 8.3.2016

Kristinn J. Albertsson jarðfræðingur lést á Líknardeild Landspítalans 1. mars síðastliðinn, 68 ára að aldri. Hann verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, þriðjudaginn 8. mars, kl. 13. Kristinn var starfsmaður Náttúrufræðistofnunar Íslands frá árinu 1999 þar til hann lét af störfum í lok júní 2015.

Lesa meira
Skógarþröstur

Fuglamerkingar 2015 - 3.3.2016

Árið 2015 var fjöldi merktra fugla á Íslandi rétt undir meðaltali síðustu 10 ára. Fjörutíu og níu merkingarmenn merktu alls 12.568 fugla af 77 tegundum. Mest var merkt af skógarþresti.

Lesa meira
Á Vatnajökli

Landslag, fegurð og fagurfræði í ákvarðanatöku um náttúruvernd og nýtingu - 29.2.2016

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, aðjúnkt við listkennsludeild og hönnunar-og arkitektúrdeild Listaháskólans og nýdoktor við Heimspekistofnun Háskóla Íslands, flytur erindið „Landslag, fegurð og fagurfræði í ákvarðanatöku um náttúruvernd og nýtingu á Hrafnaþingi miðvikudaginn 2. mars kl. 15:15.
Lesa meira
Fýlsvarp í Rangárþingi 1980/1981

Á fýlaslóðum í Rangárþingi - 15.2.2016

Borgþór Magnússon plöntuvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið  „Á fýlaslóðum í Rangárþingi 2015“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 17. febrúar kl. 15:15. Lesa meira
Gróður á hálendi Íslands

Framandi tegundir í fjalllendi og á hálendi Íslands - 1.2.2016

Pawel Wasowicz, grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, flytur erindi sitt Non-native species in the flora of Icelandic highlands and mountains á Hrafnaþingi miðvikudaginn 3. febrúar kl. 15:15.
Athugið að erindið verður flutt á ensku. Lesa meira
Fullorðinn fálki, karlfugl, færir unga sínum spóaunga til að éta

Íslenski fálkinn, lífshættir og vernd - 19.1.2016

Ólafur Karl Nielsen vistfræðingur flytur erindið

„Íslenski fálkinn, lífshættir og vernd“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 20. janúar kl. 15:15.

Lesa meira
Hörður Kristinsson grasafræðingur

Hörður Kristinsson sæmdur riddarakrossi - 6.1.2016

Á nýársdag sæmdi forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Þar á meðal var Hörður Kristinsson grasafræðingur sem var sæmdur orðunni fyrir rannsóknir og kynningu á íslenskum gróðri.

Lesa meira
Jólakort Náttúrufræðistofnunar Íslands 2015

Jólakveðja - 22.12.2015

Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Lesa meira