Vatnaöldur, öskugígaröð. © Anette Th. Meier

Fréttir

Kóngasvarmi frá Harrastöðum í Dölum, 25. ágúst 2015

Kóngasvarmar í heimsókn - 17.9.2015

Kóngasvarmi er risastórt fiðrildi sem berst hingað árlega frá Suður-Evrópu, einkum í seinnihluta ágúst og í september. Hann er gæddur mikilli flökkunáttúru. Fæstir trúa sínum eigin augum þegar kóngasvarma ber fyrir augu, halda jafnvel að þar fari smáfuglar og kettir veiða þá sem mýs!

Lesa meira
Leitni í árlegum, hámarks gróðurstuðli fyrir landsvæði á norðurslóðum 1982–2010

Gróðurbreytingar á Íslandi greindar með fjarkönnun - 15.9.2015

Gögn frá gervituglum hafa verið notuð til að skoða gróðurbreytingar á Íslandi síðustu þrjá áratugi. Í ritinu „Remote sensing“ birtist nýverið grein um niðurstöðu rannsóknarinnar.

Lesa meira
Kríur

Dagur íslenskrar náttúru - 14.9.2015

Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur í fimmta sinn á miðvikudag, 16. september. Í tilefni af deginum ætlar Náttúrufræðistofnun Íslands að bjóða gestum heim á starfsstöð sína í Garðabæ þar sem sérfræðingar munu segja frá sumarrannsóknum sínum í máli og myndum. 

Lesa meira
Húsageitungur - Vespula germanica

Dánarvottorð afturkallað - 11.9.2015

Fyrir skömmu bárust fáeinir geitungar inn um glugga á fjórðu hæð blokkar í vesturbæ Reykjavíkur. Það er í sjálfu sér ekki í fréttir færandi nema fyrir það að einn geitunganna reyndist vera húsageitungur, en hann hefur ekki fundist með vissu síðan 2007. Því hafði verið gefið út dánarvottorð á tegundina hér á landi. Það skal nú afturkallað í bili.

Lesa meira
Útsprungið fjallafoxgras (Phleum alpinum)

Frjótími senn á enda - 7.9.2015

Í ágúst voru frjótölur í Garðabæ og á Akureyri yfir meðallagi. Á báðum stöðum voru grasfrjó algengust. Gera má ráð fyrir að frjótíma fari senn að ljúka.

Lesa meira