Stari (Sturnus vulgaris) á hestbaki við Hafravatn. © Erling Ólafsson

Fréttir

Lúsmý (Culicuides), karlfluga (ofar) og kvenfluga

Lúsmý herjar á íbúa sumarhúsa - 30.6.2015

Undarleg atvik urðu um síðastliðna helgi þegar lúsmý tók að herja á íbúa sumarhúsa beggja vegna Hvalfjarðar. Ekki er vitað til að slíkar atlögur hafi átt sér stað áður hér á landi. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflest sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. Þeir sem fyrir atlögunum urðu voru flestir illa útleiknir.

Lesa meira
Kápa skýrslunnar „Hreindýrin á Íslandi“

Ekki mælt með hreindýrabúskap - 24.6.2015

Starfshópur um hreindýraeldi mælir ekki með því að tekið verði upp hreindýraeldi eða stórfelldur hreindýrabúskapur hér á landi ef á sama tíma eigi að standa vörð um villtan stofn hreindýra í landinu. Þetta kemur fram í skýrslu sem hópurinn afhenti Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, á dögunum.

Lesa meira
Borkjarnasýni úr Surtsey

Borkjarnasafn flyst á Breiðdalsvík - 11.6.2015

Ákveðið hefur verið að flytja borkjarnasafn Náttúrufræðistofnunar Íslands frá Akureyri til Breiðdalsvíkur og hefur ríkisstjórnin samþykkt fimm milljóna króna fjárveitingu vegna flutningsins. Með flutningunum er húsnæðisþörf safnsins leyst á hagkvæman hátt auk þess sem tækifæri skapast fyrir 1-2 störf á Breiðdalsvík með safninu til að byrja með. Safnið verður væntanlega flutt næsta haust og tekur til starfa í lok ársins.

Lesa meira
Forsíða skýrslunnar: Invasive_Alien_Species: Pathway Analysis and Horizon Scanning for Countries in Northern Europe

Ný skýrsla um ágengar, framandi tegundir - 8.6.2015

Náttúrufræðistofnun Íslands tók nýverið þátt í verkefni á vegum NOBANIS (European Network on Invasive Alien Species) sem fólst í að kortleggja með hvaða hætti ágengar, framandi tegundir berast til landa í Norður-Evrópu. Einnig var lagt mat á hvaða tegundir gætu hugsanlega flokkast sem ágengar.

Lesa meira
Stjörnumítill - Amblyomma americanum

Mítlar húkka sér far með ferðamönnum frá Bandaríkjunum - 5.6.2015

Skógarmítill er oft til umfjöllunar enda af flestum talinn ógeðþekkur. Fleiri tegundir þessara stóru blóðsugumítla hafa komið við sögu hér á landi þó ekki eigi þær allar hér heima. Af og til berast slíkir til landsins með ferðamönnum frá útlöndum. Tvö nýleg dæmi hafa verið skráð hjá Náttúrufræðistofnun. Í byrjun júní kom kona til landsins frá Bandaríkjunum með stjörnumítill fastan á kviðnum á sér. Í maí barst rakkamítil með barni einnig frá Bandaríkjunum.

Lesa meira
Asparrekill

Frjótölur undir meðaltali - 5.6.2015

Frjómælingar Náttúrufræðistofnunar Íslands, á Akureyri og í Garðabæ, hófust í apríl. Á báðum stöðum hefur frjómagn mælst langt undir meðaltali. Það skýrist af köldu veðurfari því gróður er skemmra á veg kominn en venjan er á þessum árstíma.

Lesa meira
Rjúpnakarri á flugi, maí 2015

Rjúpnatalningar 2015 - 4.6.2015

Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2015 er lokið. Samandregið fyrir öll talningasvæði var meðalfjölgun rjúpna 8% á milli áranna 2014 og 2015.

Lesa meira
Kápan af Surtsey Research 13

Nýjar greinar um Surtsey og fleiri eldeyjar - 2.6.2015

Komin eru út tvö rit með greinum um Surtsey og fleiri eldfjöll þar sem rannsóknir hafa verið stundaðar undanfarna áratugi. Greinarnar fjalla flestar um efni sem kynnt voru á 50 ára afmælisráðstefnu Surtseyjar sem haldin var í Reykjavík haustið 2013.

Lesa meira