Hóffífill (Tussilago farfara). © Erling Ólafsson

Fréttir

Skógarmítill

Skógarmítlar láta á sér kræla - 29.8.2014

Flest bendir til að skógarmítill hafi náð að setjast að í íslenskri náttúru. Hann hefur fundist í öllum landshlutum nema á miðhálendinu, en oftast hefur hann fundist á Suðvesturlandi. Í umræðum um skógarmítil er algengt að vitna til sýkla sem hann getur borið með sér, sem geta valdið illvígum sjúkdómi í miðtaugakerfi. Ekki er vitað til þess að maður hafi sýkst af þeim hérlendis og eru litlar líkur taldar á slíku.

Lesa meira
Eldstöðvakerfi Bárðarbundu, norðurhluti

Ný afmörkun eldstöðvakerfis Bárðarbungu - 28.8.2014

Jarðfræðingar á Náttúrufræðistofnun Íslands leggja til að afmörkun eldstöðvakerfis Bárðarbungu verði endurskilgreind í Dyngjujökli og norðan jökuls. Þá væri tekið tillit til upplýsinga um berggerðir á svæðinu og dreifingu jarðskjálfta þar síðan um miðjan ágúst. Eldstöðvakerfi Bárðarbungu og Öskju skarast við Gígöldur sunnan Dyngjufjalla.

Lesa meira
Gras í ágúst

Frjótíma senn að ljúka - 27.8.2014

Frjótölur grasa hafa mælst lágar í Garðabæ og á Akureyri síðustu daga en grasfrjó eru þau frjó sem fara síðast af stað og eru lengst í lofti. Áhættumat hefur verið lækkað og eru nú litlar líkur á því að ofnæmissjúklingar sýni einkenni við ofnæmisvöldum.

Lesa meira
Slöngumaðkar

Óvelkomnir slöngumaðkar - 22.8.2014

Í sumar fundust undarlegir maðkar þegar rótað var í safnhaug í garði í Reykjavík. Finnandi hafði ekki áður séð annað eins atferli hjá möðkum í garði sínum, afar kvikir í hreyfingum, hreinlega stukku úr lófa og voru hálir sem álar. Hér var augljóslega eitthvað nýtt á ferðinni. Maðkarnir hafa ekki verið greindir til tegundar en augljóslega er um tegund svokallaðra slöngumaðka að ræða. Þó maðkar séu þarfadýr í jarðvegi er ekki víst að það gildi um þá nýju.

Lesa meira
Rauðberjalyng (Vaccinium vitis-idaea)

Válistaplöntur heimsóttar - 20.8.2014

Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar Íslands hafa í sumar heimsótt vaxtarstaði sjaldgæfra háplöntutegunda. Um er að ræða verkefni sem hófst á árunum 2002-2005 og felst í að staðsetja sjaldgæfar háplöntur (plöntur á válista eða friðaðar með lögum) og leggja mat á útbreiðslu þeirra og magn. Upplýsingar sem fást með verkefninu eru nauðsynlegar til að hægt sé að fylgjast með hvort útbreiðslusvæði tegundanna stækki, dragist saman eða standi í stað. Af 16 tegundunum sem heimsóttar voru í sumar voru þrjár sem fundust ekki lengur á vaxtarstöðum sínum.

Lesa meira
Gróðurkort af miðhálendi Íslands 2014

Aukið aðgengi að landupplýsingum - 11.8.2014

Landupplýsingakerfi (GIS) auðvelda greiningu og flokkun gagna sem tengd eru staðsetningu á landi eða sjó. Sífellt eykst þörfin á landupplýsingagögnum um náttúru Íslands til að nota við úrvinnslu ýmissa verkefna.   Stefna Náttúrufræðistofnunar Íslands er að auka aðgengi að landupplýsingum sem unnin eru hjá stofnuninni og í gegnum vefinn er nú hægt að hala niður fjórum gagnasettum með náttúrutengdum landupplýsingum.

Lesa meira
Útsprungið fjallafoxgras (Phleum alpinum)

Mikið um grasfrjó í lofti í júlí - 8.8.2014

Gríðar mikið var um grasfrjó í lofti í góðviðrinu á Akureyri í júlí og féllu ýmis met. Í bleytunni á höfuðborgarsvæðinu í júlí mældust grasfrjó yfir meðallagi í Garðabæ. Þrátt fyrir háar frjótölur í júlí er frjótíma grasa ekki lokið en algengast er að fjöldi grasfrjóa nái hámarki um mánaðarmótin júlí og ágúst. 

Lesa meira
Holugeitungar - drottning og þerna

Geitungar komnir í leitirnar - 7.8.2014

Það hefur vart farið fram hjá höfuðborgarbúum og nágrönnum að geitungar hafa haft einstaklega hægt um sig í sumar. Fólk hefur ekki átt því að venjast að geta setið í garði sínum og notið góðgætis óáreitt en nú háttar öðru vísi til. Oft er spurt eftir geitungunum þessa dagana og er ekki laust við að stundum megi skynja nokkurn söknuð í spurningunum! Reyndar hafa trjágeitungar verið samir við sig um land allt en þeir eru friðsamari skepnur en frændur þeirra holugeitungarnir sem hafa verið heillum horfnir í sumar. Farið var að hylla undir útgáfu dánarvottorðs þegar loksins ... Lesa meira