Móði á Fimmvörðuhálsi 1. apríl 2010. © Kristján Jónasson

Fréttir

Sinubruni að Fossi í Hrútafirði maí 2014

Sinubruni kortlagður í Hrútafirði - 16.6.2014

Upp úr hádegi þann 24. maí s.l. kviknaði eldur í gróðri á jörðinni Fossi í Hrútafirði og breiddist út svo lítið var við ráðið. Skógrækt er stunduð á jörðinni og er sina mikil í landinu. Slökkvilið var kallað á staðinn og tókst að slökkva elda undir miðnætti. Vakt var höfð á svæðinu áfram en eldar tóku sig upp og voru slökktir jafnharðan. Er leið á nóttina tók að rigna og leið þá hættan hjá. Sennilegt er að eldurinn hafi kviknað út frá fjórhjóli.

Lesa meira
Ársgamall rjúpnakarri

Rjúpnatalningar 2014 - 11.6.2014

Rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2014 sýna fjölgun víða um  land. Samandregið fyrir öll talningasvæði var meðalfjölgun rjúpna 41% á milli áranna 2013 og 2014. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöðu rjúpnatalninga vorið 2013 en þær sýndu að fækkunarskeið sem hófst 2009-2010  lauk  eftir aðeins tvö til þrjú ár. Þetta er óvanalegt þar sem fyrri fækkunarskeið hafa varað í 5 til 8 ár og samkvæmt því átti næsta lágmark að vera á árunum 2015 til 2018. Aukning rjúpnastofnsins 2013-2014 er mismikil eftir landshlutum og á Suðurlandi og Norðvesturlandi er kyrrstaða eða fækkun. Í sögulegu samhengi er rjúpnafjöldinn 2014 undir meðallagi. Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins og nánari greining á ástæðum fjölgunar munu liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri rjúpna, afföllum 2013 til 2014 og veiði 2013.

Lesa meira
Heimsókn frá Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna

Góðir gestir í heimsókn á Náttúrufræðistofnun - 10.6.2014

Þann 6. júní heimsóttu stofnunina 12 nemendur Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna ásamt starfsmanni skólans. Nemendurnir hafa dvalið hér á landi frá því í mars en námi þeirra lýkur í september.

Lesa meira