Vatnaöldur, öskugígaröð. © Anette Th. Meier

Fréttir

Gúrkuglytta - Diabrotica undecimpunctata

Pöddukvikindi í amerísku spínati - 27.5.2014

Það þykir vart fréttnæmt þó pöddur fylgi innfluttum jarðargróða, grænmeti og ávöxtum, enda kennir margra grasa á ökrum og plantekrum í útlandinu. Hins vegar vekur athygli þegar kvikindin ná að smygla sér inn í lokaðar pakkningar og fylgja þeim til neytenda, - ekki bara eina pakkningu heldur fleiri. Undanfarið hefur Náttúrufræðistofnun fengið þrjár tilkynningar um fallegar bjöllur sem fylgdu amerísku spínati. En stundum er flagð undir fögru skinni.

Lesa meira
Kápa bókarinnar Surtsey í sjónmáli

Surtsey í sjónmáli á degi líffræðilegrar fjölbreytni - 22.5.2014

Komin er út bókin Surtsey í sjónmáli eftir Erling Ólafsson skordýrafræðing og Lovísu Ásbjörnsdóttur jarðfræðing, starfsmenn Náttúrufræðistofnunar. Í henni er farið yfir hálfrar aldar þróunarsögu eyjarinnar í máli og myndum. Útgáfudagur bókarinnar er vel við hæfi því í dag er alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni sem að þessu sinni er helgaður líffræðilegri fjölbreytni á eyjum.

Lesa meira
Gróðurkort af miðhálendi Íslands 2014

Stafrænt gróðurkort af miðhálendi Íslands - 13.5.2014

Guðmundur Guðjónsson landfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið Stafrænt gróðurkort af miðhálendi Íslands á Hrafnaþingi miðvikudaginn 14. maí kl. 15:15. Meðhöfundar hans að erindinu eru Sigurður Kristinn Guðjohnsen og Rannveig Thoroddsen.

Lesa meira
Guðni Guðjónsson

Fyrsta grasafræðings Náttúrufræðistofnunar minnst - 8.5.2014

Í lok aprílmánaðar var Náttúrufræðistofnun Íslands færð að gjöf ljósmynd af Guðna Guðjónssyni grasafræðingi (1913-1948), en hann var fyrsti forstöðumaður grasadeildar Náttúrugripasafnsins. Það var Sigrún dóttir Guðna sem afhenti Jóni Gunnari Ottóssyni forstjóra Náttúrufræðistofnunar myndina.

Lesa meira
Við undirritun friðlýsinga í Garðabæ í apríl 2014

Friðlýst svæði í bakgarði Náttúrufræðistofnunar - 2.5.2014

Þann 30. apríl staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tvær friðlýsingar innan marka Garðabæjar. Annars vegar er um að ræða friðlýsingu Búrfells, Búrfellsgjár og eystri hluta Selgjár sem náttúruvætti og hins vegar Garðahraun neðra, Garðahraun efra, Vífilsstaðahraun og Maríuhella í Búrfellshrauni sem nú eru friðlýst sem fólkvangur. Undirritun friðlýsinganna fór fram í húsi Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti með útsýni yfir nýja fólkvanginn.

Lesa meira