Hraungos í Holuhrauni, 25. september 2014. © Kristján Jónasson

Fréttir

Surtsey 2011 - Horft til suðurs yfir norðurtanga, Austurbunka (til vinstri) og Vesturbunka (til hægri)

Jarðfræðirannsóknir í Surtsey á Hrafnaþingi - 29.10.2013

Sveinn P. Jakobsson jarðfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, flytur erindi sitt Jarðfræðirannsóknir í Surtsey: Myndun móbergs og sjávarrof á Hrafnaþingi á morgun, miðvikudaginn 30. október kl. 15:15.

Lesa meira
Gestir á alþjóðlegri melrakkaráðstefnu 2013

Alþjóðleg melrakkaráðstefna heppnaðist vel - 29.10.2013

Dagana 11.-13. október s.l. var haldin alþjóðleg ráðstefna um líffræði melrakkans á Hótel Núpi í Dýrafirði. Fjallað var um rannsóknir á melrakka frá ólíkum sjónarmiðum og ýmsum sviðum líffræðinnar og var ráðstefnan vel sótt af vísindamönnum víða að úr heiminum.

Lesa meira
Herfugl í Urriðaholti

Suðrænn gestur Náttúrufræðistofnunar Íslands - 22.10.2013

Síðdegis mánudaginn 21. október tyllti sér herfugl á stein undir gluggavegg á húsi Náttúrufræðistofnunar í Urriðaholti. Herfugl er fágætur flækingsfugl hér á landi sem kemur frá Suður-Evrópu þar sem hann er algengur. Þetta er fimmtánda skiptið sem tegundin sést hér á landi.

Lesa meira
Hrafn

Hrafnaþing hefst á ný - 14.10.2013

Dagskrá Hrafnaþings fyrir haustmisseri 2013 hefur verið birt á vef stofnunarinnar. Haldin verða fimm erindi og fjallar það fyrsta um þungmálma og brennistein í mosa á Íslandi. Fjögur erindi verða hins vegar tileinkuð Surtsey því þann 14. nóvember verða liðin 50 ár frá því Surtseyjargos hófst.

Lesa meira
Gras í ágúst

Frjómælingum lokið í ár - 14.10.2013

Niðurstöður frjómælinga 2013 liggja nú fyrir. Fjöldi frjókorna í lofti í Garðabæ reyndist mun meiri en undanfarin tvö ár og á Akureyri var hann aðeins yfir meðallagi. 

Lesa meira