Skógarsveifa (Dasysyrphus tricinctus). © Erling Ólafsson

Fréttir

Framandi tegund, kanína

Kanínur eiga ekki þegnrétt í náttúru Íslands að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands - 28.9.2012

Á forsíðu Fréttablaðsins fimmtudaginn 27. september var sagt að kanínan væri orðin hluti af villtri fánu Íslands. Haft var eftir sérfræðingi hjá Náttúrufræðistofnun að rétt væri að líta svo á að kanínur hefðu unnið sér þegnrétt sem villt tegund í fánu landsins. Viðkomandi sérfræðingur viðrar þarna persónulega skoðun sína án samráðs við stofnunina ef rétt er eftir honum haft.

Lesa meira
Rjúpa

Rjúpnaveiði 2012 - 25.9.2012

Umhverfisráðherra hefur fallist á ráðleggingar Náttúrufræðistofnunar um ráðlagða rjúpnaveiði árið 2012 upp á 34.000 fugla. Þetta eru ríflega helmingi færri fuglar en árið 2010, sem skýrist af verri stöðu rjúpnastofnsins. Með því að deila ráðlagðri veiði á fjölda skráðra rjúpnaveiðimanna undanfarin ár má þannig gera ráð fyrir um 6 rjúpum á hvern veiðimann.

Lesa meira
Kristján Jónasson jarðfræðingur greinir steina

Steinar vinsælastir í náttúrugripagreiningu - 20.9.2012

Dagur íslenskrar náttúru var haldinn hátíðlegur í annað sinn sunnudaginn 16. september s.l. Í tilefni dagsins bauð Náttúrufræðistofnun Íslands upp á náttúrugripagreiningar á starfsstöðvum sínum í Garðabæ og á Akureyri.

Lesa meira
Hrafntinna

Náttúrugripagreining á degi íslenskrar náttúru - 12.9.2012

Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur í annað sinn sunnudaginn 16. september næstkomandi. Í tilefni af deginum ætlar Náttúrufræðistofnun Íslands að bjóða upp á náttúrugripagreiningar á starfsstöðvum sínum í Garðabæ og á Akureyri.

Lesa meira
/media/stofnunin/starfsmenn/medium/mh_skg_samgongur.jpg

Samgöngustefna Náttúrufræðistofnunar Íslands - 11.9.2012

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur mótað sér samgöngustefnu en markmið hennar er að stuðla að því að starfsmenn noti vistvænan og hagkvæman ferðamáta til og frá vinnu og á vinnutíma.

Lesa meira
Auðkenni Náttúrufræðistofnunar Íslands (IS), vefupplausn, 72 punktar.

Breytt stjórnskipulag Náttúrufræðistofnunar Íslands - 11.9.2012

Þann 1. ágúst s.l. tók í gildi nýtt skipurit Náttúrufræðistofnunar Íslands en stofnunin er deildarskipt í samræmi við meginhlutverk stofnunarinnar eins og þau mótast af lögum, stefnumótun og raunverulegu starfi.

Lesa meira