Fýll (Fulmarus glacialis) 2005.  © Borgþór Magnússon

Fréttir

Örn

Arnarstofninn stækkar en varpárangur 2012 er með slakasta móti - 27.7.2012

Arnarstofninn hefur vaxið eftir stöðnun frá 2005 og telur nú um 69 pör. Arnarvarpið 2012 var hins vegar með slakasta móti. Vitað er um 21 par með 28 unga sem verða fleygir um miðjan ágúst. Varp misfórst hins vegar hjá meirihluta þeirra 45 arnarpara sem urpu í vor. Væntanlega hefur kuldakastið í fyrrihluta maí átt mestan þátt í því. Ernir verpa snemma eða um miðjan apríl og eru því viðkvæmir fyrir vorhretum og eins truflunum af mannavöldum sem því miður þekkist enn á vissum svæðum. Sæferðir, eitt helsta ferðaþjónustufyrirtækið við Breiðafjörð, gengur þar á undan með slæmu fordæmi  og hefur siglt ólöglega að arnarhreiðrum og truflað fuglana á viðkvæmum tíma snemma vors. Þá hafa óprúttnir aðilar skemmt arnarhreiður og komið upp hræðum og öðrum búnaði til að hindra arnarvarp.

Lesa meira
Surtsey 2012: Strandlína tangans hefur færst umtalsvert inna síðastliðinn vetur og er Stromphraunið sem fyrst sást örla fyrir 2011 komið mun betur í ljós

Surtseyjarleiðangur 2012 - 25.7.2012

Líffræðingar Náttúrufræðistofnunar Íslands fóru í sinn árlega rannsóknaleiðangur til Surtseyjar dagana 16. – 20. júlí ásamt samstarfsmönnum frá Landbúnaðarháskóla Íslands og Umhverfisstofnun en leiðangurinn var skipulagður í samvinnu við Surtseyjarfélagið.  Að þessu sinni var háplöntuflóra eyjarinnar tekin út, skordýrum safnað, fuglalíf kannað, gerðar mælingar á gróðri og virkni hans í föstum mælireitum, sýni tekin af jarðvegi til efnamælinga og hugað að breytingum á strönd eyjarinnar.

Ástand gróðurs í Surtsey var víða mjög slæmt eftir þurrka sumarsins, einkum á hraunklöppum þar sem plöntur hafa visnað. Nýir landnemar plantna fundust ekki og hafði tegundum fækkað frá síðasta ári. Af smádýrum fundust hins vegar nýjar tegundir. Fuglalíf var í svipuðu horfi og undanfarin ár, ellefu tegundir varpfugla eru nú í eynni. Talning á hreiðrum máfa bendir til að varp þeirra sé á uppleið eftir nokkra lægð síðustu ár. Stöðugt sjávarrof Surtseyjar heldur áfram og merktu leiðangurmenn verulegar breytingar á strönd.

Lesa meira
Sveinn P. Jakobsson jarðfræðingur á Eldfelli 2012

Eldfell fer kólnandi - 5.7.2012

Nýjar mælingar Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúrustofu Suðurlands sýna að Eldfell í Vestmannaeyjum hefur kólnað verulega síðan hiti var mældur þar árið 1990 og búast má við áframhaldandi kólnun næstu árin. Í Eldfelli er að finna fjölda útfellingasteinda og eru sex þeirra nýjar fyrir jarðvísindin.

Lesa meira