Róðafífill (Pilosella aurantiaca). © Erling Ólafsson

Fréttir

Skrofa á flugi

Farleiðir og vetrarstöðvar íslensku skrofunnar á Hrafnaþingi í dag - 30.11.2011

Yann Kolbeinsson líffræðingur hjá Náttúrustofu Norðausturlands flytur erindi sitt um farleiðir og vetrarstöðvar íslensku skrofunnar á Hrafnaþingi í dag, miðvikudaginn 30. nóvember, kl. 15:15.

Lesa meira
Margæs með lítmerki á fótum

Fuglamerkingar á Íslandi í 90 ár - fræðslufundur Fuglaverndar - 29.11.2011

Guðmundur A. Guðmundsson dýravistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands og umsjónarmaður fuglamerkinga flytur erindi sitt Fuglamerkingar á Íslandi í 90 ár á fræðslufundi Fuglaverndar í dag, þriðjudaginn 29. nóvember. Fjallað verður um sögu fuglamerkinga á Íslandi og sýnd dæmi um niðurstöður þeirra.

Lesa meira
Acta Botanica Islandica nr. 15, forsíða

Acta Botanica Islandica nr. 15 er komin út - 22.11.2011

Acta Botanica Islandica er tímarit sem helgað er íslenskri grasafræði og gefið út af Náttúrufræðistofnun Íslands. Í heftinu sem nú kemur út og telur 84 blaðsíður eru greinar um þörunga, sveppi á taði, svepp á dauðri gulvíðigrein, fléttuháða sveppi og vorblóm, auk þess sem þar er að finna yfirlit yfir rannsóknir Ivka M. Munda á íslenskum þörungum.

Lesa meira
Auðkenni Náttúrufræðistofnunar Íslands (IS), vefupplausn, 72 punktar.

Náttúrufræðistofnun auglýsir eftir hús- og tækjaverði - 17.11.2011

Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir að ráða hús- og tækjavörð á starfsstöð sína í Garðabæ. Einnig er laus til umsóknar staða flokkunarfræðings á Akureyrarsetur stofnunarinnar.

Lesa meira
Sigurður Sigurðarson og Jón Gunnar Ottósson með trélistaverk Sigurðar

Hrafna-Flóki og félagar á Hvaleyri í Hafnarfirði - 9.11.2011

Náttúrufræðistofnun Íslands fékk í dag höfðinglega gjöf frá Sigurði Sigurðarsyni frá Vatnsdal í Vestmannaeyjum, búsettum í Hafnarfirði. Um er að ræða útskorið trélistaverk sem kallast Fantasía um komu Hrafna-Flóka Vilgerðarsonar og félaga á Hvaleyri sumarið 870.

Lesa meira
Karri á flugi

Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2011 - 2.11.2011

Náttúrufræðistofnun hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þær veiða og senda stofnuninni. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum.

Lesa meira