Sóldögg (Drosera rotundifolia) © Erling Ólafsson

Fréttir

Leðurskjaldbaka á Náttúrugripasafninu við Hlemm

Hrafnaþing hefst að nýju - 30.9.2011

Dagskrá Hrafnaþings á haustmisseri hefur nú verið birt á vef stofnunarinnar. Erindin í vetur verða fjölbreytt og úr ýmsum sérgreinum innan náttúrufræðinnar.

Lesa meira
vísindavaka 2011, sveppir

Sveppir alls staðar á Vísindavöku - 26.9.2011

Það var gestkvæmt á sýningarbás Náttúrufræðistofnunar Íslands á Vísindavöku Rannís sem haldin var 23. september síðastliðinn. Yfirskrift sýningarinnar var Sveppir alls staðar. Þar voru veggspjöld með upplýsingum um sveppi, eiginleika þeirra og lífsstíl auk þess sem fræðast mátti um matsveppi. Hægt var að skoða ýmsa sveppi á staðnum, stóra sem smáa.

Lesa meira
kóngsveppur, Boletus edulis

Náttúrufræðistofnun tekur þátt í Vísindavöku - 21.9.2011

Náttúrufræðistofnun Íslands tekur í sjötta sinn þátt í Vísindavöku Rannís sem verður haldin næstkomandi föstudag, 23. september, í Háskólabíói. Yfirskrift sýningarinnar er Sveppir alls staðar og þar verður kynning á sveppum, eiginleikum þeirra og lífstíl auk þess sem matsveppum verður gefin sérstök athygli.  Lesa meira
folafluga, tvívængja

Folafluga, nýlegur landnemi, á góðri siglingu - 19.9.2011

Um aldamótin síðustu kom í ljós að stór tegund hrossaflugu hafði sest að í Hveragerði, mun stærri en þær hinar sem allir þekkja. Tegundin, Tipula paludosa, fékk heitið folafluga. Hún breiddist fljótlega út í Ölfusinu og hafði borist vestur yfir Hellisheiði til Kollafjarðar árið 2005. Hún hefur nú hafið innreið sína á höfuðborgarsvæðið, illu heilli, því hér er nokkur skaðvaldur á ferð.

Lesa meira
Fjölmiðlaverðlaun, RAX, umhverfisráðherra

Til hamingju með daginn! - 16.9.2011

Alla daga ársins eru sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar Íslands að rannsaka og skoða náttúru Íslands og því er það stofnuninni fagnaðarefni að geta nú, ásamt landsmönnum öllum, haldið sérstaklega upp á „Dag íslenskrar náttúru“ í fyrsta skipti.

Lesa meira
gönguferð, Búrfellshraun

Dagur íslenskrar náttúru á Náttúrufræðistofnun - 14.9.2011

Í fyrra ákvað ríkisstjórn Íslands að tileinka íslenskri náttúru sérstakan heiðursdag til að undirstrika mikilvægi hennar. Dagurinn sem valinn var er 16. september, fæðingardagur Ómars Ragnarssonar, en sem frétta- og þáttagerðarmaður hefur hann verið óþreytandi við að opna augu almennings fyrir þeim auðæfum sem felast í náttúru landsins og mikilvægi þess að vernda hana og varðveita.

Lesa meira
Rjúpur

Veiðiþol rjúpnastofnsins 2011 - 12.9.2011

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins haustið 2011. Forsendur matsins byggja á þeirri stefnu stjórnvalda  að rjúpnaveiðar skuli vera sjálfbærar í þeim skilningi að stofninn nái að sveiflast á milli lágmarks- og hámarksára innan þeirra marka sem náttúruleg skilyrði setja honum hverju sinni. Rjúpnastofninn er í niðursveiflu um land allt. Við þetta bætist að í sumum landshlutum var viðkomubrestur þannig að fækkunin á milli ára rétt fyrir upphaf veiðitíma 2011 er meiri en við var að búast miðað við fall í varpstofni. Fækkun í varpstofni er í takti við náttúrulegar stofnsveiflur rjúpunnar. Miðað við fyrri stofnsveiflur munu næstu ár einkennast af vaxandi rjúpnaþurrð og næsta lágmark verður á árabilinu 2015 til 2018 og næsta hámark 2020 til 2022. Verði mikil afföll reglan á næstu árum er ekki við því að búast að uppsveiflan í lok þessa áratugar verði veruleg.

Lesa meira
Hálíngresi í blóma

Frjómælingar í Reykjavík og á Akureyri í ágúst - 10.9.2011

Frjómagn í Reykjavík í ágúst reyndist rétt í meðallagi og eins og jafnan áður bar mest á grasfrjóum. Einhver frjókorn voru í loftinu alla daga mánaðarins en 21. ágúst var fyrsti dagur sumarsins án grasfrjóa. Á Akureyri var heildarfjöldi nokkru ofan meðallags áranna 1998–2010 og meiri fjöldi en sjö undanfarin sumur. Munar þar mestu um síðustu daga mánaðarins en þá fór hitastig upp undir 20°C og grasfrjó náðu þar með hámarki sumarsins. Fyrsti dagur án frjókorna í lofti kom 15. ágúst, sá dagur var jafnframt með mesta úrkomu í ágúst.

Lesa meira
Enskur vefur, heimasíða

Enskur vefur Náttúrufræðistofnunar - 8.9.2011

Stór hluti vefs Náttúrufræðistofnunar hefur nú verið þýddur og birtur á ensku. Tilkoma vefsins gerir samstarfsaðilum og almenningi utan landsteinanna kleift að fylgjast með starfsemi stofnunarinnar. Katelin Parsons á heiðurinn af þýðingunni en hún var að hluta ráðinn til verksins gegnum atvinnuátak Vinnumálastofnunar.

Lesa meira
Hvítbók, náttúruvernd

Hvítbók um náttúruvernd á Íslandi - 7.9.2011

Í gær kynnti umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hvítbók fyrir ríkisstjórninni en í henni felst heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn hér á landi sem slík hvítbók er unnin með það að markmiði að leggja grunn að smíði nýrrar löggjafar en þau vinnubrögð tíðkast á Norðurlöndum. Bókin er unnin af nefnd um endurskoðun laga um náttúruvernd sem umhverfisráðherra skipaði í nóvember 2009 en í henni sátu sérfræðingar á sviði náttúrufræða, stjórnsýslufræða og lögfræði sem margir hafa áratuga reynslu af náttúruverndarstarfi.

Lesa meira
Spánarsnigill, Arion lusitanicus

Spánarsniglar nema nýja slóð - 5.9.2011

Spánarsniglar hafa haft heldur hægt um sig í sumar og þeirra lítið orðið vart. Sumarið hóf vissulega seint innreið sína og var óvenju þurrt í langan tíma. Það hvort tveggja kann að hafa haft sitt að segja. Þó hefur komið í ljós að spánarsnigillinn hefur fundið sér nýjar lendur á Akranesi.

Lesa meira