Svartbakur - Great Black-backed Gull (Larus marinus). © Erling Ólafsson

Fréttir

Langvía

Sjófuglar við Ísland - 28.3.2011

Umhverfisráðuneytið og Náttúrufræðistofnun Íslands efna til málstofu fimmtudaginn 31. mars 2011 um ástand og þróun helstu stofna sjófugla við landið, hvernig loftslags- og umhverfisbreytingar hugsanlega virka á stofnana og umhverfi þeirra og hvernig bregðast megi við slíkum breytingum.

Lesa meira
Hraunfossar í Hrunagili, 1. apríl 2010.

Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2011 - 28.3.2011

Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldinn í húsnæði stofnunarinnar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ föstudaginn 1. apríl kl. 13:15 – 19:00.
Lesa meira
Sprunga í Goðahrauni 5. júní 2010

Ár liðið frá upphafi goss í Eyjafjöllum - 21.3.2011

Í gær, 20. mars, var liðið ár frá því að gos hófust í Eyjafjöllum en þau stóðu í tvo mánuði. Gosin hófust með sprungugosi á Fimmvörðuhálsi en síðar tók við sprengigos í toppgíg Eyjafjallajökuls. Jarðfræðingar Náttúrufræðistofnunar fylgdust með gosunum og söfnuðu sýnum af gosefnum fyrir steinasafn stofnunarinnar. Sérstök áhersla var lögð á að safna sýnum af útfellingum sem myndast í eldgosum eða í kjölfar þeirra.

Lesa meira
fálkinn

Sameindaerfðafræði til að meta líffræðilega fjölbreytni á Hrafnaþingi - 18.3.2011

Grunneining líffræðilegrar fjölbreytni í stofni er erfðabreytileiki einstaklingsins. Stofnar, tegundir, ættkvíslir og heilu vistkerfin standa og falla með fjölbreytileika erfðamengja einstaklinganna. Erfðabreytileiki stofns gefur innsýn í lýðfræðilega byggingu og þróunarsögu stofns. Þannig er skortur á erfðabreytileika til vitnis um að stofn hafi hrunið, á meðan mikill erfðabreytileiki í stofni er til marks um heilbrigða blöndun á erfðabreytileika.

Lesa meira
Ölur

Frjókorn rauðelris láta á sér kræla - 16.3.2011

Fáum dettur í hug frjókorn nú þegar jörð er alhvít. Hins vegar hafa hlýindin í síðari hluta febrúar og byrjun mars dugað til að rauðelrið fór af stað, opnaði og teygði úr karlreklunum sem nú hanga niður, þannig að vindur hefur greiðan aðgang að frjóhirslum og þar með geta frjókornin dreifst út í andrúmsloftið. Frjókorn elris eru samt mjög staðbundin við næsta nágrenni vaxtarstaðar trjánna.

Lesa meira
Bernarsamningurinn

Aðildaríkjafundur Bernarsamningsins - 16.3.2011

Aðildaríkjafundur Bernarsamningsins um vernd villtra dýra og plantna og búsvæða þeirra í Evrópu var haldinn í desember sl. í Strasbourg og hefur fundargerð frá fundinum nú verið samþykkt.

Lesa meira
Opið hús 5. mars 2011

Fjölmenni á opnu húsi - 7.3.2011

Gífurleg aðsókn var á opið hús á Náttúrufræðistofnun síðastliðinn laugardag en á milli fimm og sex þúsund gestir lögðu leið sína í Urriðaholtið til að sækja stofnunina heim. Þessi mikli áhugi þykir sýna hversu frjór jarðvegurinn er fyrir fræðslu um náttúru landsins og þörfina fyrir sýningarsafn í náttúrufræðum.

Lesa meira
Náttúrufræðistofnun í Urriðaholti

Opið hús 5. mars 2011 - 3.3.2011

Laugardaginn 5. mars verður opið hús hjá Náttúrufræðistofnun Íslands frá kl. 13 til 17 í nýjum heimkynnum stofnunarinnar í Urriðaholti í Garðabæ. 

Lesa meira
Graslendi í Elliðaey

Surtsey og gamlar úteyjar Vestmannaeyja á Hrafnaþingi - 3.3.2011

Hinar gömlu úteyjar Vestmannaeyja mynduðust fyrir þúsundum ára í neðansjávargosum líkt og Surtsey. Líta má á þær sem „gamlar Surtseyjar” sem sýna í hvaða átt landmótun og framvinda vistkerfis í Surtsey mun stefna er aldir líða. Úteyjarnar gömlu eru því sérstaklega áhugaverðar í öllum samanburði við Surtsey.

Lesa meira