Lundi - Puffin (Fratercula arctica). © Anette Th. Meier

Fréttir

Tjaldur - Haematopus ostralegus

Nýtt fyrirkomulag fuglamerkinga - 23.11.2010

Náttúrufræðistofnun Íslands ber lögum samkvæmt að annast fuglamerkingar hér á landi og veitir hún leyfi til merkinga á villtum fuglum. Fuglamerkingar á Íslandi hófust 1921 á vegum Danans Peter Skovgaard. Skömmu síðar (1932) byrjuðu fuglamerkingar á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands (þá Náttúrugripasafnið). Allan þann tíma hafa aðeins þrír menn borið hitann og þungann af fuglamerkingunum; fyrstu árin Magnús Björnsson, en lengst af Finnur Guðmundsson (til ársins 1978) og Ævar Petersen eftir daga Finns.

Lesa meira
Karri á flugi

Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2010 - 22.11.2010

Náttúrufræðistofnun hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þær veiða og senda stofnuninni. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum.

Lesa meira
Páfiðrildi - Inachis io

Litskrúðug páfiðrildi vekja athygli - 19.11.2010

Páfiðrildin glæsilegu slæðast stöku sinnum til landsins með varningi þó aldrei nema fáein á ári hverju. Það er því athyglisvert að þrjú slík hafa borist Náttúrufræðistofnun Íslands á jafnmörgum dögum.

Lesa meira
Blómstrandi vallarfoxgras

Yfirlit frjómælinga sumarið 2010 - 17.11.2010

Met var slegið í frjókornafjölda í Reykjavík sumarið 2010 en aldrei áður hafa mælst jafn mörg frjókorn á einu sumri þar, eða ríflega 7000 talsins. Á Akureyri reyndist sumarið í tæpu meðallagi.

Lesa meira
Forsíða af Sveppabókinni

Sveppabókin Íslenskir sveppir og sveppafræði eftir Helga Hallgrímsson náttúrufræðing á Egilsstöðum er komin út hjá bókaforlaginu Skruddu - 3.11.2010

Útgáfu bókarinnar verður fagnað með útgáfuteiti í listastofunni Reykjavík art gallery á Skúlagötu 30 í Reykjavík kl. 17-19 föstudaginn 5. nóvember. Fluttar verða ræður og hlýtt á harmónikkuleik. Þangað eru allir velkomnir.

Lesa meira
Karri á flugi

Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2010 - 2.11.2010

Náttúrufræðistofnun hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þær veiða og senda stofnuninni. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum. Lesa meira