Hraungos í Holuhrauni, 25. september 2014. © Kristján Jónasson

Fréttir

Tígrisdýr

Að spyrja Náttúruna - saga Náttúrugripasafnsins - 26.10.2009

Náttúrufræðistofnun minnir á sýningu sína „Að spyrja Náttúruna – saga Náttúrugripasafnsins“, sem stendur nú yfir í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Sýningin segir sögu safnsins frá því það var stofnsett árið 1889 þar til því var lokað tímabundið fyrir almenningi árið 2008. Blómaskeið safnsins var á fyrstu áratugum 20. aldar þegar það var til húsa í Þjóðmenningarhúsinu, sem þá hét Safnahúsið. Lesa meira
Skógarmítill - Ixodes ricinus

Skógarmítill - blóðsuga sem ber með sér sýkla - 23.10.2009

Töluverð umfjöllun hefur verið í fréttum í dag um að einstaklingur hér á landi hafi sýkst af völdum skógarmítils. Skógarmítill er blóðsuga á spendýrum og getur borið sýkla sem valda alvarlegum sjúkdómum í mönnum og skepnum. Hann er nú að öllum líkindum orðinn landlægur en útbreiðsla hans hefur einmitt verið að færast norðar í allri Evrópu með hlýnandi loftslagi. Lesa meira
Asparreklar

Yfirlit frjómælinga sumarið 2009 - 12.10.2009

Frjómælingum fyrir árið 2009 er lokið. Í Reykjavík varð heildarfjöldi frjókorna 3911 sem er yfir meðallagi síðustu 20 ára en á Akureyri urðu frjókornin 2330 í rúmmetra lofts sem er um 14% undir meðallagi áranna 1998–2008.

Lesa meira