Vatnaöldur, öskugígaröð. © Anette Th. Meier

Fréttir

Örn

Arnarvarp gekk vel - 21.8.2009

Í sumar komust 36 arnarungar á legg og hafa þeir ekki verið fleiri í manna minnum. Íslenski hafarnarstofninn telur nú um 65 pör og urpu 45 þeirra í vor. Varp misfórst hjá 19 þeirra, þar á meðal hjá því pari sem fylgst var náið með á vefmyndavél Arnarseturs Íslands. Ástæður þess að varp misferst eru m.a. ófrjó egg og reynsluleysi ungra para. Einnig hafa sum pör verið trufluð vísvitandi en minna bar á slíku en mörg undanfarin ár.

Lesa meira
Kornasúlungur - Suillus granulatus

Nýr pípusveppur, kornasúlungur, finnst á Íslandi - 21.8.2009

Kornasúlungur, Suillus granulatus, fannst í Miðhálsstaðaskógi í Öxnadal fyrr í mánuðinum. Þetta er fyrsti staðfesti fundur tegundarinnar hér á landi. Sveppurinn er pípusveppur og finnst víða í Evrópu þar sem hann vex með furu í frekar frjóum jarðvegi. Kornasúlungur er prýðilegur matsveppur.

Lesa meira

Randasveifa - Helophilus pendulus

Fræðist um pöddurnar okkar - 14.8.2009

Áhugi landsmanna á náttúru landsins hefur aukist mikið í seinni tíð. Sífellt fleiri gefa fuglum og plöntum gaum og bækur með fróðleik um náttúruna njóta ávallt vinsælda. Haldbær fróðleikur um pöddurnar okkar er fátæklegur og full þörf er á að bæta úr því. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur nú opnað aðgang að fróðleikspistlum um pöddur á vef stofnunarinnar í von um góðar viðtökur náttúruunnenda.

Lesa meira
Roðageitungur - Vespula rufa

Góðæri hjá geitungum - 5.8.2009

Ekki virðist kreppan hafa náð til geitunganna í sumar. Að mati skordýrafræðings NÍ hefur trjágeitungum vegnað ágætlega í góðviðrinu sunnanlands. Bú þeirra virðast nú mun fleiri en í fyrra og stækkuðu þau undrahratt í síðasta mánuði. Óvissa ríkir enn um holugeitungana en ástandið á þeim bænum kemur betur í ljós í nýbyrjuðum ágústmánuði.

Lesa meira