Fýll - Northern fulmar (Fulmarus glacialis). © Erling Ólafsson

Fréttir

Vistgerðasvæði

Vistgerðir á miðhálendi Íslands - nýútkomin skýrsla - 22.6.2009

Á síðustu tíu árum hefur Náttúrufræðistofnun Íslands unnið að því að flokka og lýsa vistgerðum á miðhálendi Íslands. Rannsökuð hafa verið átta svæði um 6500 km² að flatarmáli eða um 6% af landinu öllu. Alls hafa verið skilgreindar 24 vistgerðir. Stofnunin gaf nýlega út niðurstöður þessara rannsókna í sérstakri skýrslu. Þar er einkennum vistgerðanna lýst, svo sem gróðri, fuglalífi og smádýralífi og verndargildi metið. Lesa meira
Brennisóley

Dagur hinna villtu blóma, 14. júní - 10.6.2009

Dagur hinna villtu blóma verður haldinn í 6. skipti næstkomandi sunnudag 14. júní. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa. Lesa meira
Birki

Frjómælingar á Akureyri og í Reykjavík í apríl og maí 2009 - fréttatilkynning - 9.6.2009

Frjómagn í Reykjavík í apríl og maí losaði 700 frjó/m3 sem er nokkru yfir meðallagi en töluvert minna en mældist í fyrra. Þann 29. apríl mældust fyrstu frjókornin á Akureyri og síðan hafa frjókorn verið í lofti þar alla daga að undanskildum 4. maí. Framundan er frjótími grasa, túnsúru og hundasúru. Í júní eru frjótölur oftast lágar en geta farið yfir 10 þegar kemur fram í miðjan mánuðinn. Á stöðum þar sem gras er látið óslegið og það fær að blómgast og vaxa úr sér verða frjótölur þó mun hærri. Á Íslandi er grasofnæmi algengasta frjóofnæmið. Lesa meira
Rjupnakarri

Rjúpnatalningar 2009 - fréttatilkynning - 9.6.2009

Rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands nú í vor benda til þess að uppsveifluskeið sem hófst á austanverðu landinu á síðasta ári nái nú til alls landsins. Eftir tveggja ára stofnvöxt eru rjúpur að verða algeng sjón í varplöndum um Norður- og Austurland. Meðalaukning 2008/2009 var um 25%. Venjulega hafa fyrri uppsveifluskeið varað í fjögur til fimm ár. Miðað við þær forsendur má búast við að stofninn nái hámarki á árunum 2011 og 2012. Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins mun liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri rjúpna, afföllum 2008/2009 og veiði 2008.

Lesa meira
Þistilfiðrildi (Vanessa cardui)

Þistilfiðrildi koma - Upplýsinga óskað - 4.6.2009

Um miðjan maí upphófst mikill straumur þistilfiðrilda (Vanessa cardui) frá Suður-Evrópu norður eftir álfunni. Svo mikill var fjöldinn að menn höfðu aldrei fyrr orðið vitni að öðru eins. Náttúrufræðistofnun Íslands barst tilkynning um þennan einstaka atburð 26. maí með ósk um að fylgst yrði með því hvort og þá hvenær fiðrildin myndu ná hér landi. Nú eru þau sem sagt mætt til leiks.

Lesa meira