Róðafífill (Pilosella aurantiaca). © Erling Ólafsson

Fréttir

Dílafroskur

Að spyrja Náttúruna - Saga Náttúrugripasafnsins - 27.3.2009

Á morgun, 28. mars, fagnar Þjóðmenningarhúsið aldarafmæli sínu. Af því tilefni opnar sýning Náttúrufræðistofnunar „Að spyrja Náttúruna - Saga Náttúrugripasafnsins“ í húsinu. Sýningin segir sögu safnsins frá því það var stofnsett árið 1889 þar til því var lokað tímabundið fyrir almenningi árið 2008. Blómaskeið safnsins var á fyrstu áratugum 20. aldar þegar það var til húsa í Þjóðmenningarhúsinu, sem þá hét Safnahúsið. Lesa meira
Fjölrit 52

Nýtt Fjölrit Náttúrufræðistofnunar - nýjar heimssteindir - 20.3.2009

Út er komið nýtt Fjölrit Náttúrufræðistofnunar „Útfellingasteindir frá nýlegum eldgosum á Íslandi: Surtsey 1963-1967, Eldfell 1973 og Hekla 1991“, en ritið er það 52. í röðinni og á ensku. Í ritinu er fjallað um áður óþekktar steindir, þar af tvær nýjar og samþykktar heimssteindir, eldfellít og heklaít.

Lesa meira
Heklaít

Nýjar heimssteindir - eldfellít og heklaít - 20.3.2009

Hópur steindafræðinga og jarðfræðinga af ýmsum þjóðernum hefur undanfarin ár unnið að rannsóknum á eldfjallaútfellingum sem myndast hafa í tengslum við þrjú eldgos, Surtseyjargosið 1963-1967, Eldfellsgosið 1973 og Heklugosið 1991. Í ljós kom að 27 steindanna sem fundust á þessum svæðum voru áður óþekktar í náttúrunni. Nú hafa tvær þeirra verið samþykktar sem nýjar heimssteindir; eldfellít, NaFe(SO4)2.og heklaít, KNaSiF6.

Lesa meira

Funga Nordica

Funga Nordica komin út - 10.3.2009

Í september 2008 kom út bókin Funga Nordica - Agaricoid, boletoid and cyphelloid genera í ritstjórn Henning Knudsen og Jan Vesterholt hjá sveppabókaútgáfunni Nordsvamp í Kaupmannahöfn. Bókin er á ensku og með henni fylgir mynddiskur þar sem bókin er á pdf formi ásamt sveppagreiningarforritinu Mycokey og u.þ.b. 4000 myndum af sveppum. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun kom að gerð bókarinnar fyrir hönd Íslands og sá um að gera lista yfir þær tegundir sem vaxa á Íslandi.

Lesa meira
72,9% telja að starfsemi NÍ skipti miklu máli

Mikill meirihluti þjóðarinnar telur Náttúrufræðistofnun skipta miklu máli - 6.3.2009

Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að um 73% landsmanna telur að starfsemi Náttúrufræðistofnunar skipti miklu máli. Þetta kemur fram í athugun sem Capacent Gallup gerði fyrir NÍ í febrúarmánuði, samhliða venjulegum spurningavagni. Jón Gunnar Ottósson forstjóri NÍ segist mjög sáttur við það viðhorf til stofnunarinnar og traust sem hér birtist. „Það er sérstaklega ánægjulegt að fá þessa afstöðu núna á þessum erfiðu tímum“ segir Jón Gunnar.

Lesa meira