Herðubreið, móbergsstapi. © Anette Th. Meier

Fréttir

Bernarsamningurinn

Nú má nálgast bæklinginn „Evrópskur sáttmáli um veiðar og líffræðilega fjölbreytni“ á vef Náttúrufræðistofnunar - 23.1.2009

Bæklingurinn „Evrópskur sáttmáli um veiðar og líffræðilega fjölbreytni“ (European Charter on Hunting and Biodiversity) er gefinn út á vegum Evrópuráðsins og fastanefndar Bernarsamningsins um vernd plantna og dýra og búsvæða þeirra í Evrópu. Sáttmálinn er útfærsla á samþykkt fastanefndar Bernarsamningsins nr. 128 um veiðar og líffræðilega fjölbreytni. Lesa meira
Staðsetningartæki

Aldurshlutföll á veiðitíma 2008 - 12.1.2009

Náttúrufræðistofnun hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þær hafa veitt og senda stofnuninni. Þetta var gert líkt og önnur ár eftir veiðitímann 2008. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum.

Lesa meira
Súla á flugi

Vetrarfuglatalning í vorveðri - 7.1.2009

Fuglar voru taldir um áramótin af áhugamönnum víða um land. Er það 57. árið sem Náttúrufræðistofnun Íslands skipuleggur slíka vetrarfuglatalningu. Talið var á um 150 svæðum og hafa niðurstöður borist frá þeim flestum (125). Bráðabirgðaniðurstöður er að finna á vef Náttúrufræðistofnunar. Lesa meira