Húshumla (Bombus lucorum).  © Erling Ólafsson

Fréttir

Rjúpa - aldursgreining

Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2008 - 13.11.2008

Náttúrufræðistofnun hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þær veiða og senda stofnuninni. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum.

Lesa meira

Ljósgildra á Mógilsá

Slóðir fiðrildanna - 7.11.2008

Oft er spurt hvaða áhrif hlýnandi loftslag komi til með að hafa á lífríki landsins. Ýmsar breytingar eru farnar að koma fram á gróðurfari og dýralífi sem tengja má loftslagsbreytingum og breyttum búskaparháttum eða samspili þessara og jafnvel fleiri þátta. Einnig velta menn vöngum yfir hugsanlegum áhrifum en vangaveltur verða seint ígildi beinna rannsókna og vöktunar.

Lesa meira