Móberg við Tungnaá. © Anette Th. Meier

Fréttir

Frjógildra

Náttúrufræðistofnun Íslands tekur þátt í Vísindavöku - 25.9.2008

Náttúrufræðistofnun Íslands tekur þátt í Vísindavöku á morgun á milli kl. 17 og 22. Rannís stendur fyrir vökunni í fjórða sinn en hún verður haldin í Listasafni Reykjavíkur. Dagurinn er tileinkaður evrópskum vísindamönnum og haldinn hátíðlegur í helstu borgum Evrópu.

Lesa meira

Svartsengi, september 2008

Gróðurskemmdir við orkuverið í Svartsengi - 18.9.2008

Fyrr í mánuðinum birti Náttúrufræðistofnun frétt á heimasíðu sinni um skemmdir í mosaþembu í nágrenni Hellisheiðarvirkjunar. Það var álit stofnunarinnar að skemmdirnar mætti líklega rekja til brennisteinsmengunar frá virkjuninni sem starfað hefur í tvö ár. Orkuveita Reykjavíkur hefur í kjölfarið undirbúið rannsóknir á mosaskemmdunum og orsökum þeirra. Lesa meira
Maríulykill

Listi yfir allar blómplöntur og byrkninga á Íslandi - Nýtt Fjölrit komið út - 11.9.2008

Íslenskt Plöntutal, Blómplöntur og byrkningar eftir Hörð Kristinsson er komið út og er þetta 51. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Ritið inniheldur allar tegundir blómplantna og byrkninga sem taldar eru til hinnar villtu íslensku flóru í dag, samtals 489 tegundir.

Lesa meira

Hellisheiðarvirkjun-mosi

Mosi drepst við Hellisheiðarvirkjun - 8.9.2008

Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands fóru að Hellisheiðarvirkjun föstudaginn 5. september eftir að hafa fengið ábendingu um að mosi hefði drepist á nokkru svæði vestan við virkjunina. Skoðuðu þeir svæðið milli Þjóðvegar 1, Svínahrauns og vegarins að virkjuninni.

Lesa meira

Arion lusitanicus

Spánarsniglar á faraldsfæti 2008 - 4.9.2008

Þann 4. júní í sumar var síðast birt frétt af spánarsniglum (Arion lusitanicus) hér á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Þar sagði frá spánarsnigli sem fannst á Ólafsfirði í lok maí, í garði þar sem sniglarnir hafa fundist árlega síðan 2004. Skordýrafræðingur stofnunarinnar hafði búist við fjölgun spánarsnigla hér á landi þetta sumar. Hvað segir nú annars af þeim?

Lesa meira
lirfa ertuyglu

Tegund vikunnar - 1.9.2008

Náttúrufræðistofnun minnir á Tegund vikunnar, sem er nýjung á vef stofnunarinnar. Að þessu sinni er tegund vikunnar ertuygla (Melanchra pisi). Lirfa þessarar yglu herjar gjarnan á Alaskalúpínuna. Lesa meira