Dynjandi, rauð millilög. © Anette Th. Meier

Fréttir

Bjarnarkló (Heracleum stevenii)

Risahvannir – umgangist með varúð - 29.7.2008

Nokkur umræða hefur verið í fjölmiðlum um risahvannir (Heracleum) síðustu daga. Tilefnið er að ungur drengur hlaut slæm brunasár á húð eftir að hafa verið að leik í sumarbústaðalandi á Suðurlandi þar sem mikill hvanngróður er. Einkennin þóttu benda til að safi úr risahvönn hefði borist á húð drengsins en velþekkt er að safinn getur orsakað bruna við sólarljós. Það hefur þó ekki verið staðfest að risahvönn hafi verið í landinu þar sem drengurinn var að leik.

Lesa meira

Svartbaksungar

Surtseyjarleiðangur 2008 - 11.7.2008

Árlegur leiðangur líffræðinga til Surtseyjar var farinn dagana 7. – 10. júlí 2008. Að þessu sinni voru fimm sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar Íslands í leiðangrinum og einn frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Auk þess voru þrír kvikmyndargerðarmenn á vegum kanadíska ríkissjónvarpsins með í för. Í ferðinni var landnám háplöntutegunda kannað, gróður mældur í föstum rannsóknareitum og jarðvegssýni tekin. Í reitunum var einnig mæld ljóstillífun plantna og jarðvegsöndun. Mosum var safnað um alla eyjuna og könnun gerð á sveppum, en mjög langt er síðan að hugað hefur verið þar að þessum hópum lífvera í eyjunni. Fuglalíf var kannað og smádýrum safnað bæði í föstum reitum og vítt og breitt um eyjuna. Lesa meira
Háliðagras í blóma

Frjótími grasa nálgast hámark syðra - 10.7.2008

Í ár má gera ráð fyrir að fjöldi grasfrjóa í lofti nái hámarki í Reykjavík strax um miðjan júlí vegna veðurfarsins undanfarnar vikur. Margar grastegundir eru nú í blóma og stöðugt bætast fleiri við sem blómgast og dreifa frjókornum. Á Akureyri hafa norðanáttir verið ríkjandi og þeim fylgir yfirleitt lítið magn frjókorna. Lesa meira
Surtsey 29. ágúst 2002

Surtsey á heimsminjaskrá - 8.7.2008

Surtsey er komin á heimsminjaskrá UNESCO sem einstakur staður náttúruminja á heimsmælikvarða. Þetta var tilkynnt í gærkvöldi á 32. fundi heimsminjanefndar UNESCO sem haldinn er í Quebec í Kanada. Fram kemur í rökstuðningi nefndarinnar að það sem þyki einna merkilegast við eyjuna er að hún hafi verið verndað friðland frá því hún myndaðist í eldgosi á árunum 1963 til 1967 og sé þannig einstök rannsóknastöð. Lesa meira
hraungambri

Nýjung á vef Náttúrufræðistofnunar - 7.7.2008

Tegund vikunnar er nýjung á vef Náttúrufræðistofnunar. Einu sinni í viku, á mánudögum, birtist ný ljósmynd og stutt umfjöllun um tegund innan grasafræði, dýrafræði eða jarðfræði. Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar miðla þar fróðleik á sínu sérsviði. Tegund vikunnar birtist á forsíðu vefsins, neðarlega til vinstri.

Skóflustunga tekin að nýju húsi Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti

Skóflustunga tekin að nýju húsi Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti - 1.7.2008

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra tók í dag skóflustungu að nýju húsi Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti í Garðabæ.

Hús Náttúrufræðistofnunar verður 3.500 fermetrar að stærð og mun standa við Jónasartorg, vestast á Urriðaholti. Stofnunin flytur í húsakynnin í Urriðaholti haustið 2009. Þar með lýkur hálfrar aldrar bið stofnunarinnar eftir varanlegum heimkynnum, en hún hefur verið í bráðabirgðahúsnæði við Hlemm í tæpa fimm áratugi.

Lesa meira