Lófótur (Hippuris vulgaris) í Kasthúsatjörn á Álftanesi. © Erling Ólafsson

Fréttir

Sóldögg

Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári - 21.12.2007

Undanfarin ár hefur Náttúrufræðistofnun búið til sín eigin jólakort sem eru jafnframt fræðslukort. Jólakort stofnunarinnar að þessu sinni er af sóldögg, Drosera rotundifolia, og tók Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, myndina. Lesa meira
lúsfluga

Heilbrigði rjúpunnar og stofnbreytingar - 21.12.2007

Vísindamenn við Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskóla Íslands hafa framlengt samstarf um rjúpnarannsóknir til næstu þriggja ára (2008 til 2010). Markmið rannsóknanna er að kanna tengsl heilbrigðis íslensku rjúpunnar við stofnbreytingar hennar, þ.m.t. álag af völdum sníkjudýra. Forrannsóknir 2006 og 2007 sýna að ekki færri en 12 tegundir sníkjudýra herja á rjúpuna innvortis og útvortis. Þar á meðal eru tvær hníslategundir sem báðar voru áður óþekktar í vísindasamfélaginu. Lesa meira
Æðarfuglar voru algengastir í vetrarfuglatalningunni

Vetrarfuglatalning 2007 - 20.12.2007

Hin árlega vetrarfuglatalning fer fram sunnudaginn 30. desember n.k. Markmið vetrarfuglatalninga er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi. Ef veður er óhagstætt geta talningarmenn valið annan dag en þurfa þá að hafa samráð við talningarmenn í næsta nágrenni. Lesa meira
Rjúpa

Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2007 - 18.12.2007

Náttúrufræðistofnun hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þeir veiða og senda stofnuninni. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum. Lítið hefur skilað sér af vængjum enn sem komið er. Náttúrufræðistofnun skorar á veiðimenn að taka þátt í þessu verkefni og styðja þannig við bakið á rjúpnarannsóknum.

Lesa meira