Tungnaá við Svartakrók. © Kristján Jónasson

Fréttir

Mikill vatnsleki í Náttúrugripasafninu - 13.12.2006

Geirfuglinn umkringdur björgunarmönnumGeirfuglinn, einn verðmætasti safngripur Náttúrufræðistofnunar, virðist hafa sloppið við skemmdir í vatnsskaða sem varð í sýningarsölum stofnunarinnar í gær, þriðjudag. Tæring í röri í tækjaklefa leiddi til þess að nokkur hundruð lítrar af heitu vatni láku inn í sýningarsal á 4. hæð og niður á milli hæða inn í sýningarskápa á 3. hæð. Lesa meira

Bergþór Jóhannsson látinn - 12.12.2006

Bergþór JóhannssonBergþór Jóhannsson mosafræðingur var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn 19. desember kl. 15. Bergþór lést 10. desember s.l., tæplega 73 ára að aldri. Bergþór var starfsmaður Náttúrufræðistofnunar Íslands frá árinu 1964 þar til hann lét af starfi fyrir aldurs sakir á árinu 2003. Hann vann þó áfram við rannsóknir sínar eftir það meðan heilsan leyfði.

Lesa meira

NÍ óskar eftir væng af jólarjúpunni - 11.12.2006

Nú á aðventunni má búast við að flestir veiðimenn verki rjúpur sem þeir skutu í haust og eru þeir hvattir til að senda Náttúrufræðistofnun annan vænginn af hverjum fugli til að sem áreiðanlegastar niðurstöður fáist um aldurshlutföll í rjúpnaaflaum í haust. Markmiðið er að ná um 500 fuglum úr hverjum landshluta, en nokkru færri vængir hafa borist en 2005 og endurspeglar það væntanlega minni veiði.

Lesa meira

Gagnasjá með gróðurkortum af Íslandi á vefnum - 8.12.2006

Opnuð hefur verið gagnasjá með útgefnum gróðurkortum Náttúrufræðistofnunar Íslands. Samtals er um að ræða um 100 kortblöð sem þekja meginhluta Miðhálendisins, Suður- Þingeyjarsýslu, Snæfellsnes, Borgarfjarðarhérað og nágrenni höfuðborgarsvæðisins, allt austur fyrir Þingvallavatn. Lesa meira

Til hamingju Ísland! - 8.12.2006

Nú er nýr vefur Náttúrufræðistofnunar Íslands orðinn opinber. Við kveðjum nú gamla útlitið á NÍ vefnum og væntum þess að nýi vefurinn megi verða lifandi tenging milli stofnunarinnar og þeirra sem þyrstir í fróðleik og fréttir úr náttúru Íslands. Nýi NÍ-vefurinn hefur verið í smíðum um nokkra hríð. Hann er ekki fullmótaður og mun væntanlega taka nokkrum breytingum á næstu vikum. Vefir á borð við þennan eru heldur aldrei fullmótaðir. Þeir eru í stöðugri endurnýjun og taka sífelldum breytingum. Vefur Náttúrufræðistofnunar Íslands á að vera lifandi, fróðlegur og skemmtilegur; rétt eins og stofnunin sjálf. Lesa meira