Dynjandi, rauð millilög. © Anette Th. Meier

Fréttir

Fékk pöddubók í verðlaun! - 28.9.2006

Goði Hólmar Gíslason vann til verðlauna Náttúrufræðistofnunar á Vísindavöku RANNÍS í september 2006. Goði komst næst því að giska rétt á fjölda holugeitunga í krukku, en þeir voru teknir úr búi í Kópavogi í lok ágúst.

130 manns skiluðu inn tillögum og var Goði getspakastur: giskaði á 1438 geitunga, en þeir voru 1380. Enginn komst nær réttri tölu. Goði Hólmar sem verður sex ára 6. október n.k kom ásamt systur sinni og föður til að taka við verðlaununum úr hendi Erlings Ólafssonar skordýrafræðings.

Lesa meira

NÍ á Vísindavöku 2006 - 25.9.2006

Mörg hundruð manns heimsóttu bás Náttúrufræðistofnunar Íslands á Vísindavöku í september. Þar kynnti stofnunin starfsemi sína og geitungarannsóknir og vöktu flugurnar og búin sem þar voru til sýnis mikla athygli gesta. Í básnum voru einnig veggspjöld þar sem landnám og lífsferill geitunganna var rakinn sem og ljósmyndir á veggjum og skjá.

Lesa meira

Tuttugu og sex rjúpnaveiðidagar í stað 47 - 21.9.2006

Umhverfisráðherra hefur kynnt ákvörðun sína um rjúpnaveiðar í haust. Niðurstaða ráðherrans byggir á mati Náttúrufræðistofnunar á veiðiþoli rjúpnastofnins og verður aðeins heimilað að veiða rjúpur í 26 daga en í fyrra voru veiðidagar 47. Lesa meira

Nýr umhverfisráðherra í heimsókn - 15.9.2006

Í september 2006 kom Jónína Bjartmarz, nýr umhverfisráðherra í heimsókn á Náttúrufræðistofnun. Lesa meira